Útfararkostnaður
Við andlát fellur til kostnaður við útför hins látna. Heimilt er draga þann kostnað frá þeim eignum sem koma til arfsúthlutunar. Því er mikilvægt að halda utan um kvittanir vegna alls útlagðs kostnaðar við útför hins látna.
Sýslumaður hefur gefið út staðlað form sem hægt er að fylla inn í upplýsingar um útfararkostnað sem fylgir þá með erfðafjárskýrslunni, sbr.
Aðeins er heimilt að tilgreina kostnað vegna þess einstaklings sem útförin á við um, þ.e. kostnaður vegna skammlífari maka kemur ekki til frádráttar nema um ógreidda kröfu sé að ræða. Þannig að sé óskipt bú gert upp þegar hinn langlífari maki er enn á lífi, eða við andlát hins langlífari maka er ekki hægt að draga frá kostnað vegna útfarar hins skammlífari maka.
Um LOCAL lögmenn
LOCAL lögmenn er kraftmikil og metnaðarfull lögmannsstofa þar sem áhersla er lögð á samvinnu, bæði innan stofunnar og við viðskiptavini. Við leysum málið með þér og þínum til að létta á ykkar vangaveltum og ef til vill áhyggjum hvað varðar erfðamál og tengd réttindi.
LOCAL lögmenn bjóða þér að senda okkur tölvupóst á local@locallogmenn.is um það sem þér og þínum liggur á hjarta og við svörum þér eins fljótt og kostur er.
Hér getur þú farið yfir á vefsíðu LOCAL lögmanna og kynnt þér aðra þjónustu í boði.