Fyrirframgreiddur arfur

Fyrirframgreiddur arfur er arfur sem einstaklingur á lífi greiðir erfingja sínum. Ganga þarf frá honum eftir atvikum með erfðaskrá, en ávallt með erfðafjárskýrslu og greiðslu erfðafjárskatts.  Erfðafjárskattur er 10% af því sem greitt er sem fyrirframgreiddur arfur.

Sé sýslumanni ekki gerð grein fyrir fyrirframgreiddum arfi er um gjöf að ræða til viðkomandi aðila sem skattlögð yrði með tekjuskatti sem er töluvert hærri en erfðafjárskattur,  sbr. 1. mgr. 66. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003  – https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003090.html#G71M2

Um LOCAL lögmenn

LOCAL lögmenn er kraftmikil og metnaðarfull lögmannsstofa þar sem áhersla er lögð á samvinnu, bæði innan stofunnar og við viðskiptavini. Við leysum málið með þér og þínum til að létta á ykkar vangaveltum og ef til vill áhyggjum hvað varðar erfðamál og tengd réttindi.

LOCAL lögmenn bjóða þér að senda okkur tölvupóst á local@locallogmenn.is um það sem þér og þínum liggur á hjarta og við svörum þér eins fljótt og kostur er.

Hér getur þú farið yfir á vefsíðu LOCAL lögmanna og kynnt þér aðra þjónustu í boði.